fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldasýningar á Minni-Borg

2. mars 2011 kl. 22:39

Úrslit folaldasýningar á Minni-Borg

Hrossaræktarfélag Biskupstungna hélt folaldasýningu á Minni-Borg sunnudaginn s.l.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að alls hafi 20 folöld mætt til leiks jafnt skipt hryssur og hestar. Dómarar voru þau Bergur Jónsson og Olil Amble frá ræktunarbúi ársins Syðri Gegnishólum. Þau mátu hvern grip fyrir sig, gáfu faglega umsögn og röðuðu í þrjú efstu sæti í flokki merfolalda og flokki hestfolalda.

Úrslit eru eftirfarandi:

Hryssur

1.    Dilja frá Kjarnholtum 1 rauðblesótt

        F: Asi frá Lundum   

        M: Dagrenning frá Kjarnholtum 1

        Ræktandi og eigandi Magnús Einarsson

 

2.    Fantasía frá Fellskoti dökkjörp

        F: Krákur frá Blesastöðum

        M: Hugmynd frá Fellskoti

        Ræktandi og eigandi Fellskotshestar ehf

 

3.    Hlökk frá Hjarðarlandi móálótt

        F: Lokkur frá Fellskoti

        M: Harpa frá Hjarðarlandi

        Ræktandi og eigandi Egill Jónasson

 

 

Hestar:

1.    Fjalar frá Efri-Brú brúnn

        F: Auður frá Lundum

        M: Sunna frá Efri-Brú

        Ræktandi og eigandi Sveinn Kristinsson

 

2.    Einir frá Hjarðalandi rauðskjóttur

        F: Lokkur frá Fellskoti

        M: Roka frá Vindheimum

        Ræktandi Egill Jónasson

        Eigandi Þórdís Elín Egilsdóttir

 

3.    Bláskeggur frá Kjarnholtum 1 móálóttur

        F: Kvistur frá Skagaströnd

        M: Hera frá Kjarnholtum 1

        Ræktandi og eigandi Magnús Einarsson