mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldafjörs í Rangárhöllinni

25. nóvember 2009 kl. 09:39

Úrslit folaldafjörs í Rangárhöllinni

Úrvalssýning folalda í Rangárþingi og Mýrdal fór fram í Rangárhöllinni á Hellu sl. laugardag. Alls voru 24 folöld skráð til leiks í tveimur flokkum, þ.e. þrjú efstu folöldin úr bæði hryssu- og hestaflokkum að undangengnum fjórum folaldasýningum á svæðinu.

Mikið af fallegum og álitlegum folöldum kom fram og skemmtu áhorfendur sér hið besta við að fylgjast með framtíðar ræktunargripum Sunnlendinga. Dómarar voru valinkunnar kappar úr heimi hrossaræktarinnar, þeir Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum, Sigbjörn Björnsson á Lundum II og Þormar Andrésson í Strandarhjáleigu. Þeir félagar gáfu stig fyrir ýmsa þætti sköpulags og hæfileika og völdu þannig fimm folöld til úrslita í hvorum flokki. Þau komu svo fram í hóp og var raðað í sæti eftir þann samanburð.

Verðlaun á sýningunni voru hin veglegustu, folatollar undir glæsihesta fyrir alla verðlaunahafa, bikarar fyrir öll verðlaunasæti og farandgripir til sigurvegara. Gefendum verðlauna eru færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Úrslit sýningarinnar urðu eftirfarandi:

Merfolöld:

1.       Lön frá Skák
F: Rammi f. Búlandi
M: Skák f. Staðartungu
Rækt./Eig. Ólafur Örn Þórðarson
Fékk folatoll undir Ársæl frá Hemlu


2.       Fjóla frá Kjarnholtum I
F: Frumherji f. Kjarnholtum I
M: Hera f. Kjarnholtum I
Rækt./Eig. Magnús Einarsson
Fékk folatoll undir Aldur frá Brautarholti


3.       Fold frá Mið-Seli
F: Aron f. Strandarhöfði
M: Freyja f. Kvistum
Rækt./Eig. Guðbjörg Einarsdóttir og Finnur Egilsson
Fengu folatoll undir Þröst frá Hvammi


4.       Tign frá Skíðbakka 3
F: Mídas f. Kaldbak
M: Móna f. Skíðbakka 3
Rækt./Eig. Erlendur Árnason
Fékk folatoll undir Héðinn frá Feti


5.       Skálm frá Skíðbakka 1
F: Riddari f. Breiðholti, Gbæ.
M: Skerpla f. Skíðbakka 1
Rækt./Eig. Rútur Pálsson
Fékk folatoll undir Adam frá Ásmundarstöðum

Hestfolöld:

1.       Bragi frá Litlu-Tungu
F: Álfur f. Selfossi
M: Björk f. Litlu-Tungu
Rækt./Eig. Vilhjálmur Þórarinsson
Fékk folatoll undir Glym frá Flekkudal


2.       Árelíus frá Hemlu
F: Ágústínus f. Melaleiti
M: Gná f. Hemlu
Rækt./Eig. Vignir Siggeirsson, Lovísa H. Ragnarsdóttir og Þorbergur Vignisson
Fengu folatoll undir Þorsta frá Garði


3.       Þokki frá Fornusöndum
F: Stáli f. Kjarri
M: Hylling f. Hofi I
Rækt./Eig. Tryggvi E. Geirsson
Fékk folatoll undir Vilmund frá Feti


4.       Glæsir frá Fornusöndum
F: Þóroddur f. Þóroddsstöðum
M: Svarta-Nótt f. Fornusöndum
Rækt./Eig. Tryggvi E. Geirsson
Fékk folatoll undir Hrannar frá Þorlákshöfn

 
5.       Laxdal frá Borg
F: Ómur f. Kvistum
M: Perla f. Útverkum
Rækt. Sigríður Elka Guðmundsdóttir
Eig. Hestaborg ehf.
Fékk folatoll undir Þyt frá Neðra-Seli
 

Áhorfendakosning:


1.       Bragi frá Litlu-Tungu – folatollur undir Stíganda frá Stóra-Hofi
2.       Glæsir frá Fornusöndum – folatollur undir Freymóð frá Feti
3.       Fjóla frá Kjarnholtum – folatollur undir Dans frá Seljabrekku

Folald dagsins valið af dómurum: Bragi frá Litlu-Tungu
Fékk folatoll undir Klæng frá Skálakoti.

Gefendur verðlauna voru:

Búaðföng – bu.is
Gallery Pizza – 487 8440
Götur hrossaræktarbú – gotur.is
Hrossaræktarsamtök Suðurlands – bssl.is
Hvolsdekk – 487 8005
Búnaðarfélag Landmannahrepps
Stjörnublikk – stjornublikk.is

Gefendur folatolla:
Finnur Egilsson – midsel.is
Götur hrossaræktarbú – gotur.is
Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir – hestvit.is
Hrossaræktarbúið Fet – fet.is
Jón Jóhannsson
Jónas Helgason
Hrossaræktarbúið Jaðar – jadar.is
Lena Zielinski
Pétur Guðmundsson
Vignir Siggeirsson – hemla.is
Þórður Þorgeirsson – akurgerdi.is