miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit annars vetrarmóts Fáks

29. mars 2010 kl. 13:28

Úrslit annars vetrarmóts Fáks

Annað vetrarmót Fáks var haldið sl. laugardag í fínu vetrarveðri, sól og smá andvara. Til mikils var að vinna því í konu- og karlaflokkum fengu sigurvegarnir fjórir gjafabréf að verðmæti 50.000 í bensínúttekt hjá ATLANTSOLÍU. Ágæt þátttaka var í flestum flokkum nema ekki var keppt í ungmennaflokki þar sem þau voru að keppa á Framhaldsskólamótinu. Dómari var Hjörtur Bergstað og þökkum við honum kærlega fyrir vel unnin störf sem og öðrum starfsmönnum mótsins, Unni, Jóhönnu, Hildu Karen, Steini Hauki, Önnu og Árna.Pollaflokkur:
1.       Annabella R Sigurðardóttir á Tuma brúnum 17 vetra frá Litla-Hofi.
2.       Jóhanna Guðmundsdóttir á Háfeta, jörpum 20 vetra frá Þingnesi.
3.       Hákon Dan Ólafsson á Feng, brúnum 13 vetra frá Brattholti.
4.       Selma María Jónsdóttir á Vin, rauðum 10 vetra frá Skarði.
5.       Maríanna Sól Hauksdóttir á Faxa, rauðglófextum 20 vetra frá Sogni

Allir aðrir pollar fengu einnig verðlaun enda knapar framtíðarinnar og það voru:
Hekla Rist á Vafa
Kolka Rist á Eldi
Þorbjörg Kristjánsdóttir á Erli
Jónas Thor á Nótt
Bertha Marín á Megasi
Arnar Máni á Bollu
Haukur Ingi Hauksson á Skörungi
Auður Rós á Tínu


Barnaflokkur:
1.       Arnór Dan Kristinsson á Patta, brúnum 13 vetra frá Reykjavík.
2.       Heiða Rún Sigurjónsdóttir á Hrafni, brúnum 20 vetra frá Ríp.
3.       Ylfa Guðrún Svafarsdóttir  á Gammi, brúnum 14 vetra frá Ási.
4.       Snorri Egholm Þórsson á Fannari, gráum 11 vetra frá Grásteini.
5.       Svanberg Óskarsson á Eljari, móálóttur 11 vetra frá Oddhóli.
 

Unglingaflokkur:
1.       Rakel Jónsdóttir á Íkoni, svartur 8 vetra frá Hákoti.
2.       Rebekka Rut Petersen á Magna, jörpum 10 vetra frá Reykjavík.
3.       Garíel Óli Ólafsson á Sunnu, brúnni 9 vetra frá Læk.
4.       Nína María Hauksdóttir á Ófeigi, jörpum 10 vetra frá Syðri-Ingveldarstöðum.
5.       Bjarki Freyr Arngrímsson á Gými, jörpum 7 vetra frá Syðri-Löngumýri.

 
Konur II
1.       Guðborg Kolbeins á Glað, rauðum 8 vetra frá Kjarnholtum I.
2.       Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Draumi, móálóttum 10 vetra frá Hjallanesi.
3.       Jóhanna Þorbjargardóttir á Fóstra, jörpum 14 vetra frá Bessastöðum.
4.       Arna Kristín Gísladóttir á Tvisti, tvístjörnóttum 12 vetra frá Þorkelshóli.
5.       Unnur Sigurþórsdóttir á Ás, rauðum 8 vetra frá Dalsmynni.


Karlar II

1.       Kjartan Guðbrandsson á Salvöru, móálóttri 10 vetra frá Glæsibæ.
2.       Jón Guðlaugsson á Gyðju, grárri 13 vetra frá Kaðalstöðum.
3.       Dagur Benónýsson á Sprota, rauðstjörnóttum 9 vetra.
4.       Jóhann Ólafsson á Neista, rauðum 7 vetra frá Heiðarbót.
5.       Ragnar Ólafsson á Glaumi, brúnum 8 vetra frá Minni-Borg.


Konur I
1.       Sif Jónsdóttir á Vigdísi, rauðstjörnóttri 5 vetra frá Vakursstöðum.
2.       Birgitta Magnúsdóttir á Kubbi, brúnum 9 vetra.
3.       Hrefna María Ómarsdóttir á Eirvöru, jarpri 4 vetra frá Hamrahóli.
4.       Rósa Valdimarsdóttir á Krafti, brúnskjóttum 7 vetra frá Strönd.
5.       Susi Haugaard á Diðriki, rauðum 9 vetra frá Grenstanga.


Karlar I

1.       Rúnar Bragason á Þrá, rauðri 8 vetra frá Tungu.
2.       John Kristinn Sigurjónsson á Freyju, rauðstjörnóttri 12 vetra frá Brekkum.
3.       Sigurbjörn Viktorsson á Glóð, rauðri 7 vetra frá Hvanneyri.
4.       Hilmar Binder á Óskari Erni, brúnum 10 vetra frá Hellu.
5.       Sigurþór Sigurðsson á Kóngi, bleikum 8 vetra frá Blönduósi.