miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit af þriðju vetrarleikum Gusts

2. apríl 2010 kl. 09:38

Úrslit af þriðju vetrarleikum Gusts

Þriðja vetrarmótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram laugardaginn 27. mars sl. í Glaðheimum. Þetta var lokamótið og voru samanlagðir sigurvegarar úr öllum mótunum verðlaunaðir sérstaklega, en úrslit urðu eftirfarandi:

Pollaflokkur – þátttakendur:
Íris Frímannsdóttir og Eir frá Kjarri 10v bleikblesóttur
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Fjalar frá Kalastaðakoti 11v jarpur
Ásta Kristinsdóttir og Bleik
Matthildur Lóa Baldursdóttir og Brúskur

Barnaflokkur:
1. Stefán Hólm Guðnason og Rauðka frá Tóftum 9v rauð
2. Herborg Vera Leifsdóttir og Hringur frá Hólkoti 10v sótrauður
3. Kristín Hermannsdóttir og Snæfríður frá Skeiðháholti 6v bleikblesótt
4. Hafþór H. Birgisson og Jörð frá Meðalfelli 10v rauð
5. Særós Ásta Birgisdóttir og Gjafar frá Hjalla 11v grár

Samanlagður sigurvegari mótaraðar: Stefán Hólm Guðnason með fullt hús stiga, 33 stig.

Unglingaflokkur:
1. Valdimar Sigurðsson og Píla frá Eilífsdal 9v jörp
2. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum 11v jarpur
3. Hjálmar Ingi Kjartansson og Glói frá Vallanesi 9v rauðglófextur
4. Elvar Frímann Frímannsson og Galdur frá Flugumýri
5. Kolbeinn Kristófersson og Kvika frá Haga 10v rauðstjörnótt

Samanlagður sigurvegari:  Rúna Halldórsdóttir með 30 stig.

Ungmennaflokkur:
1. Karen Sigfúsdóttir og Svört frá Skipaskaga 9v brún
2. Guðrún Hauksdóttir og Seiður frá Feti 7v brúnn
3. Bertha María Waagfjörð og Svarti-Pétur 9v brúnn
4. Brynja Dís Albertsdóttir og Eldur frá Efsta-Dal 12v rauður
5. Þórunn Ármannsdóttir og Gustur frá Ytri-Kóngsbakka 12v grár

Samanlagður sigurvegari:  Matthías Kjartansson með 22 stig.

Karlar II:
1. Guðni Hólm og Smiður frá Hólum 7v jarptvístjörnóttur
2. Gunnar Gíslason og Pirra frá Syðstu-Görðum 5v rauð
3. Sigurður J. Bjarnason og Rokkur frá Hóli 10v rauðglófextur
4. Þorsteinn Waagfjörð og Kolli frá Kotströnd 13v brúnn
5. Sigfús Gunnarsson og Glymur frá Galtarstöðum 10v rauður

Samanlagður sigurvegari: Guðni Hólm með 25 stig.

Konur I:
1. Sirrý Halla Stefánsdóttir og Klængur frá Jarðbrú 8v brúnn
2. Soffía Sveinsdóttir og Týr frá Þingeyrum 8v rauðblesóttur
3. Arndís Sveinbjörnsdóttir og Sómi frá Breið 13v brúnn
4. Svandís Sigvaldadóttir og Taktur frá Syðsta-Ósi 13v móbrúnn

Samanlagður sigurvegari: Sirrý Halla Stefánsdóttir með 20 stig.

Karlar I:
1. Ríkharður Fl. Jensen og Ernir frá Blesastöðum 1A 7v brúnn
2. Hermann Ingason og Gaumur frá Neðra-Seli 7v brúnn
3. Halldór Svansson og Fursti frá Efri-Þverá 7v brúnblesóttur
4. Vilmundur Jónsson og Bríet frá Skeiðháholti 9v bleikblesótt
5. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson og Blöndal frá Blesastöðum 1A 10v jarpur

Samanlagður sigurvegari: Ríkharður Fl. Jensen með fullt hús stiga, 33 stig.

Ekki var keppt í heldri manna flokki á þessu móti en samanlagður sigurvegari úr tveimur fyrri mótum þar var Sigurður E. L. Guðmundsson.

Gustarar þakka Keiluhöllinni samstarfið að þessari mótaröð lokinni, en næst á dagskrá í Gusti eru Kvennatöltið 17. apríl nk., AlP/GÁK mótið 22. apríl og firmakeppni 24. apríl.