laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppveitadeildin fullskipuð

2. febrúar 2011 kl. 14:31

Sólon Morthens á Glæsi frá Feti

Sólon Morthens efstur í úrtöku

Uppsveitadeildin, meistaradeild Smára, Loga og Trausta, hélt úrtöku laugardaginn síðasta í Flúðahöllinni. Sólon Morthens varð efstur að stigum, sigraði bæði fjórgang og fimmgang. Sjö knapar áttu örugg sæti í deildinni frá í fyrra, en það eru Aðalheiður Einarsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Guðmann Unnsteinsson, Bjarni Birgisson, Hermann Þór Karlsson, Kristbjörg Kristinsdóttir og Líney Kristinsdóttir.

Fjórtán sæti voru hins vegar laus og um þau snérist úrtakan. Keppt var um 3 sæti Trausta og voru það Sigurður Halldórsson, Sölvi Arnarsson og Halldór Þorbjörnsson sem unnu sér þáttökurétt í Uppsveitadeild 2011.

Keppt var um 5 sæti Loga og voru það Sólon Morthens, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Knútur Ármann, Guðrún S. Magnúsdóttir og Þórey Helgadóttir sem unnu sér þáttökurétt í Uppsveitadeild 2011.

Keppt var um 6 laus sæti Smára og voru það Einar Logi Sigurgeirsson, Gunnlaugur Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson, Ingvar Hjálmarsson, Helgi Kjartansson og Hulda Hrönn Stefánsdóttir sem unnu sér inn þáttökurétt í Uppsveitadeild 2011.

Því er ljóst hvaða 21 knapi tekur þátt í Uppsveitadeildinni 2011 og þá er bara eftir að draga í lið og ákveða liðsstjóra.

Sjá nánari úrslit á heimasíðu Smára.