laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitardeild Hótel Geysis

20. febrúar 2014 kl. 16:24

Ráslisti

Reiðhöllinn á Flúðum og hestamannafélögin í Uppsveitunum Logi, Smári og Trausti standa að Uppsveitadeildinni í samstarfi við Hótel Geysi.  Keppnin hefst föstudaginn 21.febrúar kl. 20.00 með keppni  í fjórgangi.  Sjö lið eru skráð til leiks og skarta þau helstu atvinnumönnum Uppsveitanna ásamt góðum hópi nýrra keppenda. Uppsveitadeildin hefur unnið sér sess í mótahaldi í Uppsveitum Árnessýslu yfir veturinn síðustu 5 árin.  Góð stemning myndast á keppniskvöldum þar gestir hvetja sín lið til dáða.  Fjórgangurinn hefst klukkan 20.00 föstudagskvöldið 21. febrúar og má búast við harðri keppni. 

Aðgangseyrir er 1500 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn á grunnskólalaldri. Posi er á staðnum.

Hér fylgir með ráslisti fyrir fjórganginn í Uppsveitardeild Hótel Geysis 21.febrúar