fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitamenn keppa í tölti

31. mars 2015 kl. 15:25

Verðlaunahafar í fjórgangskeppni Uppsveitadeildarinnar.

Skráning stendur fram að miðnætti.

Sameiginlegt töltmót hestamannafélaganna í Uppsveitunum, Loga Smára og Trausta verður haldið í Reiðhöllinni á Flúðum miðvikudagskvöldið 1. apríl og hefst mótið klukkan 17:30

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Barnaflokk – (T7): sýnt hægt tölt og fegurðartölt, 2 inná í einu undir leiðsögn þuls.
  • Unglingaflokk (T3): riðið hefðbundið tölt prógram, tveir inná í einu undir leiðsögn þuls.
  • Ungmennaflokk (T3)

Í fullorðinsflokki verður keppt í tveimur flokkum;

  • II Flokkur - minna keppnisvanir (T3)
  • I Flokkur - meira keppnisvanir (T1) hefðbundið tölt prógram, einn inná í einu.

Skráningargjöld eru 2500 fullorðinn/ungmenni fyrir fyrsta hest, 1500 fyrir næstu skráningar. 1500 kr fyrir börn og unglinga.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng.

Skráning opnar föstudagskvöldið 27. mars og stendur fram að miðnætti þriðjudagskvöldið 31. mars.

B-úrslit verða riðin ef þáttaka í flokk fer yfir 10 skráningar, annars verða eingöngu riðin A-úrslit.

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að skrá sig, hvort sem er áhugamenn eða atvinnumenn.

Mótið er góður vettvangur til að fá mat á hesta sína eða prófa hesta fyrir lokamótið í Uppsveitadeildinni.


Skráning fer fram í gegnum sportfeng á eftirfarandi síðu:http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add
Veljið hestamannafélagið Trausta sem mótshaldara til þess að finna mótið.

Hafi knapar óskir um uppá hvaða hönd þeir vilji ríða, er mikilvægt að það komi fram í skráningunni.

Þetta kemur fram í tilkynningum frá mótanefndum félaganna.