miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitadeildin - úrslit úr Smalanum

30. janúar 2010 kl. 12:51

Uppsveitadeildin - úrslit úr Smalanum

Þetta er bráðskemmtilegt framtak sem nokkrir dugnaðarforkar hér í uppsveitum Árnsessýslu skipulögðu með það í huga að auka enn meir á fjölbreytta dagskrá Reiðhallarinnar jafnt og að skapa henni rekstrartekjur.

Uppsveitadeildin er fjögurra móta mótaröð sem saman stendur af bæði einstaklingskeppni og liðakeppni. Fyrsta mót keppninnar hvar haldið í Reiðhöllinni á Flúðum föstudagskvöldið 29.janúar. Til leiks voru mætt sex lið og var að þessu sinni keppt í Smala eða hraðafimi. Í þessari keppni reynir á samvinnu knapa og hests, þar sem hraði, öryggi, fimi, snerpa og kjarkur ráða úrslitum.

Það er skemmst frá því að segja að keppnin tókst vel í alla staði, knapar og hestar sýndu alla sína bestu takta sem varð til þess að áhorfendur sem fylltu höllina skemmtu sér stórvel. Þetta var hörku keppni og mikil spenna myndaðist  því áður en úrslitin urðu ljós. Það má ekki gleyma liðstjórunum sem stóðu sig eins og hetjur og studdu sitt fólk með ráðum og dáðum.  Það er mál manna að þarna hafi verið á ferðinni frábær skemmtun sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, næsta mót verður haldið 26 febrúar næstkomandi og þá verður keppt í fjórgangi.


Sjá nánar hér fyrir neðan.


Úrslit í Smala:
Sæti
Knapi
Hestur
Lið

1
Aðalheiður Einarsdóttir
Moli frá Reykjum
ÚTLAGARNIR
2
Guðmann Unnsteinsson
Gifta frá Grafarkoti
ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR
3
Guðrún Magnúsdóttir
Snæfaxi frá Bræðratungu
JÁVERK
4
Hólmfríður Kristjándóttir
Dynjandi frá Grafarkoti
VAKI
5
Gústaf Lofsson
Gustur frá Lynghaga
VAKI
6
Knútur Ármann
Dögg frá Ketilsstöðum
SKÁLHOLTSSTAÐUR
7
Bjarni Birgisson
Smári frá Hlemmiskeiði
ÁRMENN
8
Ingvar Hjálmarsson
Djákni frá Langsstöðum
ÁRMENN
9
Líney Kristinsdóttir
Smjörvi frá Fellskoti
JÁVERK
10
Hermann Karlsson
Venus frá Ytri Bægisá II
ÁRMENN


Staðan í einstaklingskeppninni
Sæti    Knapi    Lið    Stig
1    Aðalheiður Einarsdóttir    ÚTLAGARNIR    10
2    Guðmann Unnsteinsson    ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR    9
3    Guðrún Magnúsdóttir    JÁVERK    8
4    Hólmfríður Kristjándóttir    VAKI    7
5    Gústaf Lofsson    VAKI    6
6    Knútur Ármann    SKÁLHOLTSSTAÐUR    5
7    Bjarni Birgisson    ÁRMENN    4
8    Ingvar Hjálmarsson    ÁRMENN    3
9    Líney Kristinsdóttir    JÁVERK    2
10    Hermann Karlsson    ÁRMENN    1


Staðan í liðakeppninni

Sæti    Lið    Stig
1    VAKI    13
2-3    ÚTLAGARNIR    10
2-3    JÁVERK    10
4    ÍSLENSKT GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR    9
5    ÁRMENN    8
6    SKÁLHOLTSSTAÐUR    5

Lið: Jáverk                                       Lið Íslenskt Grænmeti / Hótel Flúðir
Guðrún S. Magnúsdóttir                     Kristbjörg Kristinsdóttir
Líney Kristinsdóttir                             Cora Claas
Katrín Rut Sigurgeirsdóttir                  Guðmann Unnsteinsson
Liðsstjóri: Guðrún S. Magnúsdóttir    Liðsstjóri: Hjálmar Gunnarsson

Lið: Útlagarnir                  
               Lið: Skálholtsstaður
Aðalheiður Einarsdóttir                      Knútur Ármann
Grímur Sigurðsson                            María Þórarinsdóttir
Þorsteinn Þorsteinsson                    Dóróthea Ármann
Liðsstjóri: Styrmir Þorsteinsson        Liðsstjóri: Knútur Ármann

Lið: Vaki         
                                 Lið: Ármenn
Gústaf Loftsson                               Ingvar Hjálmarsson
Viktoría Larsen                                 Hermann Þór Karlsson
Hólmfríður Kristjánsdóttir                  Bjarni Birgisson
Liðsstjóri: Þorsteinn Loftsson          Liðsstjóri:  Björn Jónsson