sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitadeildin - úrslit og myndir

27. febrúar 2010 kl. 11:56

Uppsveitadeildin - úrslit og myndir

Föstudagskvöldið 26 febrúar fór fram keppni í fjórgangi í Uppsveitadeildinni í Reiðhöllinni á Flúðum. 18 knapar voru mættir til leiks og réðust úrslitin ekki fyrr en í bráðabana í A úrslitum. Margt var um manninn í Reiðhöllinni og var ekki að sjá annað en áhorfendur skemmtu sér hið besta.
Cora Claas sigraði B-úrslitin á Agna frá Blesastöðum 1a og að loknum bráðabana fóru leikar þannig að Aðalheiður Einarsdóttir á Blöndal frá Skagaströnd sigraði Hermann Þór Karlsson og Prins frá Ytri-Bægisá II.
Meðfylgjandi eru úrslit kvöldsins og staðan í stigakeppninni, eins og sjá má er mjótt á munum og ekkert útséð hvernig endanleg úrslit fara svo það er eins gott að missa ekki af næstu keppni sem fram fer í Reiðhöllinni 26 mars næstkomandi. Þá verður keppt í fimmgangi og ljóst er að ekkert verður gefið eftir.

A-úrslit

Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Aðalheiður Einarsdóttir   / Blöndal frá Skagaströnd 6,63
2    Hermann Þór Karlsson   / Prins frá Ytri-Bægisá II 6,63
3    Cora Claas   / Agni frá Blesastöðum 1A (upp úr B-úrslitum) 6,27
4    Hólmfríður Kristjánsdóttir   / Þokki frá Þjóðólfshaga 1 6,20


B-úrslit

5    Bjarni Birgisson   / Klakkur frá Blesastöðum 2A 5,90
6    Guðmann Unnsteinsson   / Vígaskjóni frá Flögu 5,33
7    Líney Kristinsdóttir   / Prins frá Fellskoti 5,20

 

Einstaklingskeppni-staðan eftir 2 greinar

Sæti Knapi Lið Heildarstig
1 Aðalheiður Einarsdóttir Útlagarnir 20
2 Guðmann Unnsteinsson Ísl.grænmeti/Hótel FLúðir 14
3 Hólmfríður Kristjánsdottir Vaki 14
4 Bjarni Birgisson Ármenn 10
5 Guðrún Magnúsdóttir Jáverk 10
6 Hermann Þór Karlsson Ármenn 10
7 Cora Claas Ísl.grænmeti/Hótel FLúðir 8
8 Gústaf Loftsson Vaki 6
9 Knútur Ármann Skálholtsstaður 6
10 Líney Kristinsdóttir Jáverk 6

 


Liðakeppnin – staðan eftir 2 greinar

Sæti Lið Heildarstig
1 Ármenn 23
2 Íslenskt Grænmeti/Hótel FLúðir 22
3-4 Útlagarnir 20
4 Vaki 20
5 Jáverk 19
6 Skálholtsstaður 6