laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitadeildin heldur áfram

30. mars 2011 kl. 21:47

Uppsveitadeildin heldur áfram

Þriðja mót Uppsveitadeildarinnar fer fram næstkomandi föstudagskvöld kl. 20 í reiðhöllinni á Flúðum en þá verður keppt í fimmgangi að er fram kemur í tilkynningu frá hestamannafélaginu Smára.

"Keppnin í einstaklings og liðakeppninni er jöfn og spennandi, til mikils er að vinna og ljóst er að allt getur gerst.
Eins og staðan er eftir 2 mót leiðir Aðalheiður Einarsdóttir einstaklingskeppnina.
Liðakeppnina leiðir lið JÁVERKS, hálfu stigi þar á eftir er LAND&HESTAR svo O.K. PROSTHETICS og HAUKARNIR ekki langt undan.
Á laugardaginn fer svo fram keppni í Uppsveitadeild Æskunnar þar sem unglingarnir þreyta einnig keppni í fimmgangi en keppt verður í þrígangi í barnaflokki. Keppni hefst á forkeppni í barnaflokki stundvíslega kl. 14.
Um kvöldið verður svo sameiginlega árshátíð hestamannafélaganna Smára, Loga og Trausta sem standa saman að þessum  mótaröðum.
Allar frekari upplýsingar um árshátíðina og Uppsveitadeildina má finna inn á www.smari.is.

Meðfylgjandi er ráslisti föstudagskvöldsins:

1    HAUKARNIR    Aðalheiður Einarsdóttir    Dísa frá Refsstöðum 5v. Fífilbleiknösótt
2    LAND OG HESTAR    Gunnlaugur Bjarnason    Smári frá Hlemmiskeiðið 1A 9v. Brúnn
3    BYKO    Halldór Þorbjörnsson    Sædís frá Hveragerði 9v. Jarptvístjörnótt
4    VORMENN    Einar Logi Sigurgeirsson    Gjöf frá Kýrholti 6v. Brún
5    JÁVERK    Guðrún S. Magnúsdóttir    Baugur frá Bræðratungu 6v. Rauðtvístjörnóttur
6    HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND    Þórey Helgadóttir    Þyrnirós frá Reykjavík 7v. Rauð
7    O.K PROSTHETICS    Kristbjörg Kristinsdóttir    Ilmur frá Jaðri 6v. Brúnstjörnótt
8    HAUKARNIR    Sigurður Sigurjónsson    Blúnda frá Arakoti 5v. Brúnblesótt
9    LAND OG HESTAR    Hulda Hrönn Stefánsdóttir    Gyðja frá Hrepphólum 8v. Jörp
10    BYKO    Linda Dögg Snæbjörnsdóttir    Drottning frá Efsta-Dal II 5v. Brún
11    VORMENN    Ingvar Hjálmarsson    Hringur frá Húsatóftum 12v. Rauður
12    JÁVERK    Sigvaldi Lárus Guðmundsson    Leiftur frá Búðardal 13v. Rauðstjörn.glófextur
13    HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND    Knútur Ármann    Hruni frá Friðheimum 7v. Móálóttur
14    O.K PROSTHETICS    Guðmann Unnsteinsson    Prins frá Langholtskoti 8v. Jarpur
15    HAUKARNIR    Helgi Kjartansson     Panda frá Hvammi 8v. Moldótt
16    LAND OG HESTAR    Bjarni Birgisson    Stormur frá Reykholti 11v. Jarpur
17    BYKO    Sigurður Halldórsson    Vísa frá Halakoti 7v. Jörp
18    VORMENN    Hermann Þór Karlsson    Blær frá Efri-Brúnavöllum 7v. Brúnn
19    JÁVERK    Líney Kristinsdóttir    Muska frá Skógskoti 8v. Móálótt
20    HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND    Sólon Morthens    Frægur frá Flekkudal 8v. Grár
21    O.K PROSTHETICS    Hólmfríður Kristjánsdóttir    Spá frá Skíðbakka 11v. Jörp