mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitadeildin á Flúðum

29. desember 2013 kl. 16:00

Helga Una Björnsdóttir sigraði Uppsveitadeildina árið 2013

Kynningarfundur

Reiðhöllinn á Flúðum boðar til kynningarfundar vegna Uppsveitadeildarinnar í Reiðhöllinni þann 9.janúar næstkomandi þar sem farið verður yfir keppnisfyrirkomulag vetrarins. Fundurinn verður í veitingaaðstöðunni kl.20.00.    

Dagsetningar eru klárar en fjórgangur verður 21.febrúar, fimmgangur 28.mars og tölt og flugskeið 25 apríl. 

Sem fyrr eru 7 lið sem geta keppt og í hverju liði geta verið allt að fimm knapar en einungis 3 keppa á hverju kvöldi fyrir sitt lið.  Þeir sem keppa verða að vera félagar í hestamannafélögunum Smára, Loga eða Trausta en fjögur lið eru fyrir Smára, tvö frá Loga og eitt frá Trausta. Við viljum að þeir sem hafi áhuga skrái sig og hafi samband fyrir 6.janúar næstkomandi á netfangið reidhollinfludum@gmail.com.  Það fer eftir skráningum hvort að þurfi að vera með úrtöku en möguleg dagsetning er þá 8.febrúar.