þriðjudagur, 16. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitadeildin að hefjast

18. febrúar 2015 kl. 10:05

Þórarinn Ragnarsson sigraði Uppsveitadeildina árið 2014.

Mótaröðin verður sett í sjötta sinn á föstudag.

Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2015, hefst föstudagskvöldið 20. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum. Dagskráin hefst kl. 19:45 með kynningu á keppnisliðum, en undankeppni í fjórgangi byrjar kl. 20 samkvæmt tilkynningu frá mótshöldurum.

Uppsveitadeildin verður nú sett í 6. sinn og hefur fyrir löngu fest sig í sessi í keppnishaldi á útmánuðum. Eitt keppnislið hefur bæst í hópinn svo nú etja saman kappa sína átta lið úr uppsveitum Árnessýslu. Knaparnir koma allir úr röðum hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta.

 Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta er rekin af Reiðhöllinni Flúðum í samstarfi við Flúðasveppi.