þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsveitadeild æskunnar á morgun

30. mars 2012 kl. 13:41

Uppsveitadeild æskunnar á morgun

Á morgun laugardaginn 31. mars verður keppt í tölti barna og unglinga, þrígangi barna og fjórgangi unglinga í Uppsveitadeild æskunnar á Flúðum. 

Þetta er annað mótið í sameiginlegri mótaröð Loga, Trausta og Smára, en áður var keppt í Smala. Við hvetjum nærsveitarmenn og alla sem áhuga hafa að koma og fylgjast með þessum frábæra hópi af börnum og unglingum. Mótið hefst kl. 10.30 á Tölti barna.

Ráslisti verður birtur fljótlega á heimasíðu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta.