mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskeruhátíð

14. nóvember 2013 kl. 12:05

Hestamannafélagið Logi

æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Loga

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Loga var haldin í Grunnskóla Bláskógabyggðar Reykholti að kvöldi 17. október sl. Á uppskeruhátíðana mættu börn og unglingar í Loga ásamt forráðamönnum til að fara yfir liðið ár, hlusta á fróðlegt erindi sem Rósa Birna Þorvaldsdóttir hélt um þjálfun út frá eðli hestsins auk þess sem drög að starfsáætlun næsta árs var kynnt. Í umfjöllun um starfsáætlunina kom m.a. fram að auk hefðbundinna liða í starfsáætlunni er alltaf stefnt á einhverja nýjungar og komu í því sambandi fram ýmsar hugmyndir sem æskulýðsnefndin er að vinna úr.

Fastur liður á uppskeruhátíðinni er að veita farandgripinn Feyki, sem unninn var af listamanninum Siggu á Grund, en gripinn gaf Jóhann B Óskarsson til minningar um syni sína. Feykir er veittur einstaklingi undir 18 ára aldri sem hefur á einn eða annan hátt staðið sig vel og sýnt framfarir á sviði hestamennsku auk þess að vera til fyrirmyndar innan keppnisvallar sem utan. Feyki hlaut að þessu sinni Sigríður Magnea Kjartansdóttir.

Skemmtilegu kvöldi lauk síðan með því að allir nutu veitinga af hlaðborði sem gestir kvöldsins höfðu útbúið í sameiningu.