laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskeruhátíð og sviðaveisla

27. nóvember 2013 kl. 06:48

Magnús og Guðný taka við afreksverðlaunum fyrir Kolskegg

Hrossaræktarfélagsins í Biskupstungum

Hrossaræktafélag Biskupstungna hélt sýna árlegu Uppskeruhátíð og Sviðaveislu í Friðheimum á fimmtudagskvöldið s.l.

Góð mæting og stemming var á staðnum.  Sigurður Sæmundsson hrossaræktandi á Skeiðvöllum og fyrrum landsliðseinvaldur var gestur hátíðinnar og fór yfir nýafstaðið heimsmeistaramót í Berlín.

Á Uppskeruhátiðinni voru veitt verðlaun, fyrir hæst dæmdu stóðhesta og hryssur, ræktunarbúsverðlaun og afreksverðlaun:

Hæst dæmdu hryssur:

1. Ör frá Torfastöðum a.e. 8,08, ræktandi: Ólafur og Drífa Torfastöðum

2. Glóð frá Dalsholti a.e. 8,08, ræktandi Sigurður Jensson Dalsholti

3. Sibíl frá Torfastöðum a.e. 8,06, ræktandi: Ólafur og Drífa Torfastöðum

 

Hæst dæmdu stóðhestar

1. Kolskeggur frá Kjarnholtum1 a.e. 8,48 , ræktandi Magnús Einarsson Kjarnholtum 1

2. Seimur frá Bræðratungu a.e. 8,35, ræktandi Kjartan Sveinsson Bræðratungu

3. Þáttur frá Fellskoti a.e. 8,07, ræktandi Fellskotshestar ehf

 

Hrossaræktunarbú ársins ársins var valið Torfastaðir

 

Afreksverðlaun

Magnús Einarsson Kjarnholtum 1 fyrir stóðhestinn Kolskegg frá Kjarnholtum 1 hæst dæmda 5 vetra stóðahest landssins 2013

Kristinn og María Fellskoti fyrir Hnokka frá Fellskoti heimsmeistara í tölti 2013.