mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskeruhátíð og sviðaveisla

28. janúar 2015 kl. 13:54

Stáli Heiðursverðlaun

Helgi Eggertsson gestur kvöldsins.

Fimmtudaginn 5. febrúar kl 20:00 ætlar Hrossaræktarfélag Biskupstungna að halda  Sviðaveislu og Uppskeruhátið á Friðheimum, Reykholti þar sem  þeir félagar sem lengst náðu í hrossarækt á árinu 2014 verða verðlaunaðir, gestur kvöldsins er Helgi Eggertsson hrossaræktandi í Kjarri.

Dagskrá: kl 20.00  Uppskeruhátíð og verðlaunaafhendingar

Veitt verða verðlaun fyrir hæst dæmdu stóðhesta og hryssur ræktaðar af félagsmönnum, afreksverðlaun félagsins og hrossaræktarbú ársins er síðan verðlaunað.