sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskeruhátíð næstu helgi

5. janúar 2015 kl. 13:06

Stuð á dansgólfinu

Miðasölu lýkur á morgun - myndir.

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi.

Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið. Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu.

Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:
Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos
Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.

Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090. Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar. Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.Verð: 9600 kr. Selt inn á dansleik frá kl. 23.30. Verð 2.500 krónur

Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Viðburðinn er hægt að finna á facebook: https://www.facebook.com/events/395865530579934/

Myndir frá Uppskeruhátíð hestamanna í fyrra má nálgast hér.