sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskeruhátíð í Grafarholti

25. september 2014 kl. 12:00

Gústaf Ásgeir Hinriksson, Halldóra Baldvinsdóttir og Flosi Ólafsson á Uppskeruhátíð hestamanna árið 2013.

Knapar fagna í Gullhömrum.

Uppskeruhátíð hestamanna fer fram þann 8. nóvember nk. Hátíðin er árviss fagnaður innanbæjar, þar sem hestamenn klæða sig upp í sitt fínasta púss til að fagna góðu ári. Árangri á keppnisvellinum er upphafinn og framúrskarandi hestamenn eru heiðraðir.

Ákveðið hefur verið að halda hátíðina að Gullhömrum í Grafarholti. Gullhamrar eru 2.500 fermetra veitingahús sem var opnað haustið 2004, hátíðarsalur staðarins tekur 650 manns í sæti með dansgólfi. Undanfarin ár hefur hátíðin verið haldin á skemmtistaðnum Broadway í Ármúla, sem var lokað fyrr á árinu.