miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskeruhátíð Hrings

8. janúar 2014 kl. 17:08

Hestamannafélagið Hringur

Milli nýárs og Þorra

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings og Hrossaræktarfélags Svarfdæla og nágrennis. Kæru félagsmenn, nú er komið að skemmtun ársins!! Laugardaginn 11 janúar 2014 verður uppskeruhátíð haldin með pompi og prakt í Árskógi. Húsið opnar kl 20:00 og hefst borðhald kl 20:30.

Boðið verður uppá súpu, salat, heimabakað brauð og tertu og kaffi á eftir. Létt skemmtiatriði verða í boði og mun Ari í Árgerði sjá um fjörið að loknu borðhaldi. Aldurstakmark er 16 ár og miðaverð er 5000 kr. Ykkur er velkomið að taka með gesti, og þurfa þeir ekki að vera félagsmenn. Boðið verður uppá rútuferð til og frá Árskógi gegn vægu gjaldi, fer eftir fjölda þeirra sem vilja nýta sér þessa ferð.

Skráningar þurfa að berast fyrir kl 19:00 miðvikudaginn 8 janúar.
Skráningar í síma 8957906 Bergþóra eða á netfangið brekka80@simnet.is
Miðarnir skulu sóttir í Hringsholt 9 janúar milli kl 19:00 og 21:00