þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppskerufögnuður Skagfirðinga

1. desember 2013 kl. 16:41

Björn og Harpa, ræktendur í Ytra-Vallholti, taka við Ófeisgbikarnum

Ytra-Vallholt hrossaræktarbú Skagafjarðar 2013

Á Uppskerufagnaði skagfirskra hestamanna í gærkvöld (30.nóv.) var Ytra-Vallholt útnefnt hrossaræktarbú Skagafjarðar 2013, en valið grundvallaðist á árangri hrossanna Knás, Kommu og Gátu. Þau Ytra-Vallholtshjón, Björn og Harpa, fóru því heim með Ófeigsbikarinn, sem er farandgripur og er veittur árlega.

Sörlabikarinn hlýtur hæst dæmda kynbótahross ársins (skagfirskur uppruni og eigandi) og að þessu sinni var það stóðhesturinn Blær frá Miðsitju (8,54) sem hlaut þennan bikar og var það ræktandinn, Magnús Andrésson, sem veitti bikarnum viðtöku.

Kynbótaknapi ársins að þessu sinni var Bjarni Jónasson og hampaði hann Kraftsbikarnum.

Magnús Andrésson að taka við Sörlabikarnum

 

Blær frá Miðsitju hæst dæmda kynbótahrossið

 

Knár frá Ytra-Vallholti