miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppselt á Ístölt í Frederikshavn

Jens Einarsson
28. janúar 2010 kl. 09:52

Íslendingar á meðal knapa

Uppselt er á ístölt og stóðhestakeppni sem fram fer í skautahöllinni í Frederikshavn í Danmörku annað kvöld. Höllin tekur um 2500 manns í sæti. Á meðal keppenda eru fremstu knapar Danmerkur, þar á meðal nokkrir Íslendingar búsettir í Danmörku.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson, sem búsettur er hér á landi, er skráður til keppni á stóðhestinum Þokka frá Kýrholti. Jóhann Skúlason keppir á Höfða frá Snjallsteinshöfða, sem hann keypti í fyrra héðan frá Íslandi. Nils Christian Larsen keppir á Rey frá Dalbæ, en þeir voru í úrslitum í fjórgangi á HM2010. Gamall kunningi frá Íslandi, Spuni frá Miðsitju, er einn af mörgum stóðhestum sem skráður í stóðhestakeppnina, knapi Sigurður Óskarsson. Sjá meira á www.istoelt.net