miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upprennandi vonarstjörnur

4. mars 2015 kl. 10:49

Eigendur verðlaunafolalda á sýningu hrossaræktarfélags Biskupstungna.

Falleg folöld komu fram á folaldasýningu hrossaræktarfélags Biskupstungna.

Afkvæmi Stíganda frá Stóra-Hofi og Hrannars frá Flugumýri II báru sigur úr bítum á folaldasýningu hrossaræktarfélags sem haldin var í reiðhöllinni á Flúðum þann 28. febrúar.

"Dómarar voru Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir og lýsti Gunnar hverju folaldi mjög vel bæði kostum og göllum. Folöldin voru mjög góð og jöfn og höfðu dómararnir á orði að erfitt hefði verið að raða þeim. Þess má geta að Gunnar og Kristbjörg gáfu dómaralaunin til Æskulýðsstarfs Hestamannafélagsins Loga og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir," segir í frétt frá hrossaræktarfélaginu en úrslit urðu eftirfarandi:

Efstu merfolöldin voru:

1. IS2014288447 Silfra frá Kjóastöðum 3 jarpvindótt
F.Stígandi frá Stóra-Hofi
Móðir: Hátíð frá Ófeigsstöðum 1
Ræktandi og eig: Gunnar Rafn Birgisson

2. IS2014288472 Blíða frá Fellskoti rauðstjörnótt
F.Herkúles frá Ragnheiðarstöðum
M.Birta frá Fellskoti
Ræktandi og eig: Eva María Larsen

3. NN frá Brekku jarpt merfolald
Móðir Rán frá Heiði
Faðir Eldjárni frá Tjaldhólum
Rækt og eig. Helga María Jónsdóttir og Jóhannes Helgason

Efstu hestfolöldin voru:

1. Kakali frá Bræðratungu rauðblesóttur
Móðir:Brella Bræðratungu
Faðir:Hrannar Flugumýri II
Ræktandi og eig: Kjartan Sveinsson og Guðrún Magnúsdóttir

2. IS2014188470 Fjölnir frá Fellskoti jarpur
F. Viti frá Kagaðarhóli
M. Hugmynd frá Fellskoti
Ræktandi Líney Kristinsdóttir Eig. Fellskotshestar ehf.

3. NN. frá Brekku brúnt hestfolald
Móðir Seljadís frá Hnausum 2
Faðir Garri frá Áskoti
Rækt og eig. Helga María Jónsdóttir og Jóhannes Helgason