þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upprennandi keppnisefni úr landi

9. mars 2015 kl. 17:00

Bylur frá Breiðholti Gbr. Knapi er Guðmundur Björgvinsson.

Tuttugu fyrstu verðlauna hross voru flutt frá landinu á fyrstu sex vikum ársins.

Tuttugu fyrstu verðlauna hross voru flutt frá landinu á fyrstu sex vikum ársins, samkvæmt skráningum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins.

Hæst dæmdur er Bylur frá Breiðholti Gbr., sem var í 11. sæti í flokki 6 vetra stóðhesta á síðastliðnu Landsmóti með aðaleinkunnina 8,50. Bylur, sem var í eigu Guðmundar Björgvinssonar, er upprennandi keppnishestur undan Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfunesi, sem hefur gefið af sér marga hátt dæmda gæðinga. Hann hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og vilja og geðslag. Nýr eigandi mun vera hinn kunni keppnisknapi í Noregi, Stian Petersen, og þykir því líklegt að gæðingnum verði teflt fram í keppni í nánustu framtíð.

Af öðrum nýbrottflutnum gæðingum má nefna Tinna frá Kjarri (ae. 8,45), Nestor frá Kjarnholtum I (ae. 8,30), Fjalla-Eyvindur frá Blönduósi (ae. 8,24), Salka frá Sunnuhvoli (ae. 8,23), Kengála frá Neðri-Rauðalæk (ae. 8,17), Orfeus frá Vestri-Leirárgörðum (ae. 8,16) og Höll frá Lambanesi (ae 8,16).