mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upplýsingar um upprifjunarnámskeið HÍDÍ

10. febrúar 2011 kl. 14:11

Upplýsingar um upprifjunarnámskeið HÍDÍ

Fyrra upprifjunarnámskeið hestaíþróttadómara verður haldið 20. febrúar n.k. í Ölfushöllinni og hefst það stundvíslega kl. 10 samkvæmt fréttatilkynningu frá HÍDÍ.

Námskeiðs- og félagsgjald verður óbreytt frá því í fyrra, 12.000 kr., og greiðast þau á staðnum. Minnt er á að hafa pening því ekki verður tekið á móti kortum.

Námskeiðið hefst kl. 10 og mun standa til kl. 16 og verður boðið upp á hádegismat á staðnum og er sá kostnaður innifalinn í námskeiðsgjaldi. Mikilvægt að dómarar sendi tilkynningu um komu sína með tölvupósti á netfangið pjetur@pon.is fyrir föstudaginn 19. febrúar.

HÍDÍ brýnir fyrir dómurum að taka með sér reglur og leiðarann. Önnur námskeiðsgögn verða afhent á staðnum.