þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upplýsingagjöf til skammar

30. júní 2014 kl. 11:07

Áhorfendur eru vel klæddir.

Unnið að betrumbótum.

Upplýsingagjöf á Landsmótinu er ekki upp á marga fiska að sögn viðmælenda Eiðfaxa. Einkunnalestur á gæðingavellinum er mjög hægur og líða oft sex, sjö hestar á milli einkunnalestra.

Eiðfaxi hefur fengið margar tilkynningar frá súrum áhorfendum um að erfitt sé að fylgjast með stöðu forkeppninnar í B-flokki gæðinga.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsmóti er unnið að betrumbótum; bent er á fésbókarsíðu Landsmótsins auk þess sem lifandi niðurstöður munu birtast á App-forriti hátíðarinnar.

Þá er hægt að hlusta á þuli beggja valla í útvarpi. Tíðnin á aðalvelli er 94,7 og á kynbótavelli 103,7.