sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppkjöftun ungfola hættuleg

21. október 2011 kl. 11:24

Kristinn Hugason á Jarli frá Ytra-Dalsgerði í keppni á Íslandsbankamóti á Akranesi.

Segir Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur

Í 10. tölublaði Hestablaðsins, sem kom út í gær segir Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, að tvær megin hættur steðji að hrossaræktinni hér á landi.
„Mér sýnist að tvær megin hættur steðji nú að hrossaræktinni, báðar ótengdar tæknifrjóvgun þó að sú tækni gæti magnað báðar hætturnar upp,“ segir Kristinn Hugason. „Önnur er að notkun ósýndra fola er alltof mikil hér á landi, þessi uppkjöftun óreyndra ungfola sem viðgengist hefur, þó að folarnir sem í hlut eiga teljist ættstórir, er út úr öllu korti en rannsóknir sýna að ekki ættu nema í hæsta lagi rétt um 15% af heildarhryssufjölda landsmanna að fara undir ungfola. Hitt er að hryssukostur sá er notaður er til undaneldis er hvergi nærri nógu góður í heild sinni en við rannsókn sem nýlega var gerð kom í ljós að úrvalsstyrkur, það er að segja yfirburðir þeirra hryssna sem nýttar eru til undaneldis miðað við meðaltal stofnsins, eru engir í heildina séð. Þetta hvoru tveggja orsakar að okkur sækist ekki nógu vel fram í ræktunarstarfinu í heild og því er endalaust verið að framleiða hross sem ekkert er við að gera, en verðfella orðstý íslenskrar hrossaræktar og þvælast fyrir öðru og betra á mörkuðunum,“ segir Kristinn.