föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upphefjum fasið

22. júní 2015 kl. 17:00

Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson nálgast hestamennskuna eins og sönn náttúrubörn.

Edda Rún og Sigurður Vignir eru samrýmd hjón sem þekkja alla þætti hestamennskunnar.

Hestamennskan er þeim í blóð borinn. Þau temja hross, sýna þau á kynbótasýningum, keppa á þeim, rækta, kynna þau og selja. Þau reka reiðskóla og stuðla þannig að nýliðun. Þau eru afreksfólk á keppnisvellinum. Þau eru því virkir þátttakendur á öllum sviðum hestamennskunnar. Hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson koma ávallt til dyranna eins og þau eru klædd. Þau eru samrýmd og botna setningar hvors annars eins og Eiðfaxi fékk að heyra þegar hann heimsótti þau.

Viðtal við hjónin má nálgast í 6. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í lok vikunnar. Hér er hluti úr viðtalinu.

Edda Rún segir að ekki megi gleyma grunninum, íslenskri reiðhefð. „Við erum frumkvöðlar að mörgu leyti og við megum ekki gleyma því að þetta er okkar hestur. Við þekkjum hann og vitum hvernig á að ríða honum. Þó við tileinkum okkur ákveðin atriði frá stórhestareiðmennsku til að setja punktinn yfir i-ið þá verðum við að passa okkur á því að sníða okkar reiðmennsku ekki of mikið af erlendri reiðhefð,“ segir Edda Rún og nefnir í þessu samhengi fas íslenska hestsins. „Klassísk reiðmennska er mjög góð og flott, en samkvæmt íslenskri hefð á að upphefja frjálsleikann. Þetta er okkar gull og gæsahúð. Íslenski hesturinn er með gott jafnvægi og það þarf að ríða fram.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.