föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upphaf að dýrmætri vináttu

27. maí 2015 kl. 11:14

Pernille og María Gyða eru sannfærðar um að vinskapur þeirra muni endast þeim lífið á enda. Það þakka þær frábærri reynslu af YouthCup.

Youth cup var frábært tækifæri.

Árlega stendur FEIF fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir ungt fólk frá öllum aðildarríkjum sambandsins. Haldin eru til skiptis YouthCup sem leggur áherslu á keppni og YouthCamp sem eru sumarbúðir fyrir hestakrakka. Árið 2008 tók María Gyða Pétursdóttir, þá 14 ára, þátt í YouthCup í Sviss. Hún segir reynsluna hafa verið ómetanlega en stærsta lukka hennar var þó að eignast  afar góða vinkonu í hinni norsku Pernille Hansdatter Ihme.

Viðtal við Maríu Gyðu og Pernille í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.