mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppgangur í ræktun litföróttra hrossa

28. mars 2014 kl. 16:00

Gjafar frá Eyrarbakka er eini litförótti stóðhesturinn sem hefur náð landsmótslágmörkum. Hann hlaut 8,19 í aðaleinkunn kynbótadóms árið 2008 og var seldur til Noregs sama ár. Hann fórst árið 2012 en skilur eftir sig um hundrað afkvæmi.

Fjármagn og verðlaun í boði.

Árið 1999 hét Fagráð í hrossarækt einni milljón króna til styrkingar litföróttu í stofninum. Þrír fyrstu stóðhestar til að ná tilskildum lágmörkum inn á landsmót skyldu hljóta 300 þúsund krónur hver í verðlaun, og restina af upphæðinni, 100 þúsund krónur, skyldi nota til þess að greiða niður sýningargjöld á litföróttum hrossum.   Aðeins hefur einn stóðhestur, Gjafar frá Eyrarbakka (IS1998187146), hlotið þessi verðlaun. Enn bíður því fjármagn fyrir eigendur vænlegra litföróttra fola. Síðan þessari fjárhæð var heitið hafa aðeins sex litföróttar hryssur komið til dóms hér á landi og notið góðs af niðurgreiðslu sýningargjalda.

Grein um uppgang í ræktun litföróttra hrossa má nálgast í 3. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í vikunni. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is