mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppbygging og útfærsla kynbótamatsins

10. apríl 2012 kl. 09:48

Uppbygging og útfærsla kynbótamatsins

Skemmti- og fræðslunefnd Dreyra heldur í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ fræðslufyrirlestur um kynbótamat íslenskra hross 12. apríl kl 19:45-22:00 í félagsheimili Dreyra á Æðarodda.

 
Á fyrirlestrinum verður farið yfir kynbótamatið, uppbyggingu þess og útfærslu. Enn fremur verið farið í þróun kynbótamatsins, samþættingu þess við keppniseiginleika og mikilvægi þess að taka tillit til forvals í gögnum. Markmið er að þátttakendur öðlist skiling á helstu atriðum kynbótamatsins og hvernig ræktendur geti nýtt sér það í ræktunarstarfinu.
 
Aðgangaseyrir er 1.000 kr. fyrir skuldlausa félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 1.500 kr. greiðist á staðnum.
Fríar veitingar verða á staðnum.
 
Fyrirlesari er Dr. Elsa Albertsdóttir verkefnastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skráning hjá Endurmenntun LbhÍ um tölvupóstinn endurmenntun@lbhi.is (nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433-5000. Einnig er hægt að hafa samband við Siggu S. í síma 868-5153 eða Elísabetu í síma 849-6993.