sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppbygging og þjálfun mismunandi hestgerða

16. janúar 2015 kl. 13:08

Benedikt Líndal er einn af okkar reyndustu reiðkennurum og hefur hann gefið út mikið af efni um tamningu og þjálfun hesta.

Benedikt Líndal flytur fræðsluerindi í Funaborg.

Stjórn og fræðslunefnd Funa efnir til fræðsluerindis með tamningameistaranum Benedikt Líndal í næstu viku, samkvæmt tilkynningu:

"Hestamannafélagið Funi býður öllum hestamönnum og þeim sem hafa áhuga á hestamennsku að hlýða á fræðsluerindi með Benna Líndal tamningameistara í Funaborg mánudaginn 19. janúar kl. 20:00. Benni er einn af okkar reyndustu reiðkennurum og hefur hann gefið út mikið af efni um tamningu og þjálfun hesta. Í fræðsluerindinu mun Benni fjalla um uppbyggingu og þjálfun mismunandi hestgerða og áhugaverðar leiðir til að ná settum markmiðum."