mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Uppáhaldsmyndin" segir allt sem segja þarf"-

10. mars 2011 kl. 12:57

"Uppáhaldsmyndin" segir allt sem segja þarf"-

Einar Öder Magnússon tók þátt í spjalli Eiðfaxa um breytingar á reglum um beislabúnað í íþróttakeppni er aðalfundur FEIF...

ákvað að banna neðri ól á enskum múl eða skáreimina með stöngum.
„Það kannski hljómar undarlega, en mér er eiginlega alveg sama um þetta mál, það er mér ekki ofarlega í huga. Þegar ég hinsvegar hugsa það, þá finnst mér þeir fara rangan enda á vandamálinu. Mennta þyrfti dómarana þannig að þeir sjái og geti metið hvenær hesturinn er rétt riðinn, mjúkur og fjaðrandi og að burður sé til staðar. Dómararnir þurfa að sjá hvernig taumsambandið er, hvort að það sé leikandi og létt eða allt fast samannjörvað og munni hestsins lokað með múlum. Mér finnst tímanum eytt í rangar áherslur Að vera að karpa um skáreim eða ekki skáreim. Sjálfur er ég hinsvegar mikill „stangamaður“ og finnst gaman að nota þann búnað en mér blöskraði samt er ég fyrir stuttu síðan var að kenna úti í Skandinavíu , hve margir knapar voru farnir að ríða hestum sínum við einjárnungs-stangir. Ég vil kannski svona í lokin vitna í texta sem Eyjólfur Ísólfsson skrifaði með „Uppáhalds myndinni“ í Eiðfaxa en þar segir hann meðal annars: „Hesturinn er einbeittur, glaður og sáttur. Munnurinn lokaður og enginn reiðmúll. Hönd knapans er opin og jákvæð. Knapinn fer fram með hestinum og fylgir hreyfingu hestsins“.  segir Einar að lokum.
HÉR má sjá uppáhaldsmynd Eyjólfs Ísólfssonar.