þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upp fyrir Loka frá Selfossi

odinn@eidfaxi.is
8. júní 2014 kl. 14:26

Sýning Elinar á Frama var fáguð, fagleg og full af krafti.

Gæðingakeppnin á Selfossi

Elin Holts gerði sér lítið fyrir og skákaði Loka frá Selfossi og Sigurði Sigurðarsyni en hún ríður á gæðingnum Frama frá Ketilsstöðum.

Sýning hennar einkenndist af fágaðri reiðmennsku og mikilli útgeislun. Uppskáru þau eftir því og enduðu með 8,83 í einkunn og efsta sætið. 

Ljóst er að þau verða skeinuhætt á Landsmótinu og verða þar til alls líkleg.