laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Unn leiðir

21. febrúar 2014 kl. 08:56

Hrafndynur frá Hákoti. Knapi Unn Kroghen Aðalsteinsson

Forkeppni í fjórgangi hálfnuð á World Toelt.

Heimsbikarmótið í Óðinsvéum, World Toelt, hófst með pompi og prakt í morgun. Nú þegar forkeppni í fjórgangi er hálfnuð leiðir Unn Kroghen Aðalsteinsson á Hrafndyni frá Hákoti, en þau hlutu einkunnina 6,97. Annar sem stendur er Thomas Rørvang og Ylur frá Hvítanesi sem keppir í ungmennaflokki. Enn eiga þó eftir að koma fram margir sterkir hestar 

Klukkan 9, á íslenskum tíma, hefst fyrri hluti forkeppni í slaktaumatölti. Kl. 10.30 heldur svo forkeppni í fjórgangi áfram. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á mótinu gegnum heimasíðuna worldtoelt.dk.

Fimm efstu eftir fyrri hluta forkeppninnar:

Unn Kroghen Aðalsteinsson - Hrafndynur fra Hàkoti 6,97
Thomas Rørvang - Ylur frá Hvítanesi 6,90
Anne Stine Haugen - Kristall frá Jarðbrú 6,83
Louise Löfgren - Gloi från Nöddegården 6,67
Kristine B Jørgensen - Týr frá Þverá II 6,63