fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Unglingarnir hetjur dagsins

1. júlí 2014 kl. 23:00

Hleð spilara...

Samantekt þriðjudags á myndbandi.

Þriðji dagur Landsmóts einkenndist af vosbúð, vægast sagt. Á kynbótavellinum var tíðindalítið, 5 vetra hryssur áfram að koma fram en veðrið hafði greinilega áhrif á afköst þeirra. Á aðalvelli fór fram firnasterk forkeppni í A-flokki gæðinga, dagskrálið sem margir biðu spenntir eftir. Gæðingarnir skiluðu sýnu og gott betur, og er talið að í ár sé flokkurinn sá sterkasti í sögunni. Upp úr miðjum degi fór fram forkeppni í unglingaflokki í aftakaveðri. Mörgum þótti nóg um að senda keppendur á völlinn við slíkar aðstæður og unglingarnir voru að sönnu hetjur dagsins. Kvölddagskrá Landsmóts var að lokum frestað fram á morgun. Hér er samantekt dagsins í myndbandi.