föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungir á uppleið: Rósa Birna

7. febrúar 2012 kl. 13:57

Ungir á uppleið: Rósa Birna

Rósa Birna Þorvaldsdóttir er nýútskrifaður reiðkennari frá Hólum og ein þeirra sem mun vera með sýnikennslu sem FT-Suður stendur fyrir undir heitinu “Ungir á uppleið.”

Rósa Birna er 23 ára og kemur frá Hafnafirði.

“Ég fór í hesthúsið um leið og ég hafði aldur til og svaf í vagninum fyrir utan.  Þegar ég var farin að standa í fæturnar heimtaði ég að komast á bak og hef varla farið af baki síðan, öll mín áhugamál tengjast hestinum á einhvern hátt.  Ég byrjaði snemma að keppa og hef verið viðloðandi keppni í nokkur ár, hef m.a. keppt á Íslandsmótum og Landsmótum með góðum árangri, allt er þetta reynsla sem að ég bý að í dag.  Ég var frekar ung þegar ég ákvað að fara á Hóla og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor sem reiðkennari.  Ég hef aðeins kennt í gegnum tíðina en það er að aukast núna eftir að ég öðlaðist réttindi til reiðkennslu.  Ég rek tamningastöð með kærastanum mínum Daníel Larsen að Þjórsárbakka og þar bjóðum við upp á hestatengda þjónustu, s.s. tamningar, þjálfun og reiðkennslu.”

Sýnikennsla Rósu Birnu, Ragnhildar Haraldsdóttur, James Faulkner og Lindu Rún Pétursdóttur hefst kl. 19.30 á sunnudag í reiðhöll Harðar við Varmárbakka.

 

Þessu tengt: