fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungir á uppleið: Ragnhildur Haraldsdóttir

11. febrúar 2012 kl. 20:30

Ungir á uppleið: Ragnhildur Haraldsdóttir

Rétt er að minna á sýnikennslu fjögurra ungra og efnilegra reiðkennara sem Félag tamningamanna stendur fyrir í reiðhöllinni í Herði á morgun.

Einn þeirra er Ragnhildur Haraldsdóttir:

“Hún hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. Fór að stunda tamningar af alvöru á unglingsaldri, vann við tamningar á sumrin og meðfram skóla þess á milli. Árið 2006 útskrifaðist hún með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og tvemur árum seinna hóf hún nám við Háskólann að Hólum í Hjaltadal. Þar hlaut hún meðal annars Morgunblaðsskeifuna og reiðmennsku verðlaun FT  árið 2009. Ragnhildur útskrifaðist síðan vorið 2011 með reiðkennararéttindi C frá Hólaskóla.

Ragnhildur byrjaði að keppa í  barnaflokki og hefur tekið þátt í keppni síðan með góðum árangri.  Þar má sem dæmi nefna Íslandsmeistaratitil í 4 gangi unglinga, úrslit í ungmennaflokki á Landsmóti, úrslit á íslandsmótum í ungmennaflokk, ásamt góðu gengi  á ýmsu íþróttamótum í gegnum tíðina. Ragnhildur starfar núna við tamningar og þjálfun á Hvoli í Ölfusi og sinnir reiðkennslu samhliða því að þjálfa. “

Sýnikennsla Ragnhildar, James Faulkner, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur og Lindu Rúnar Pétursdóttur hefst kl. 19.30 á sunnudag 12. febrúar í reiðhöll Harðar við Varmárbakka.

Aðgangseyrir er 1000 kr. en frítt er fyrir skuldlausa félaga FT.

Þessu tengt