fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungir á uppleið: Linda Rún

6. febrúar 2012 kl. 18:03

Ungir á uppleið: Linda Rún

Eins og áður hefur komið fram mun Félag tamningamanna standa fyrir sýnikennslu fögurra efnilegra reiðkennara  í reiðhöllinni í Herði sunnudaginn nk. 12. febrúar kl. 19:30.

Ein þeirra er hin 23 ára gamla Linda Rún Pétursdóttir:

„Ég hef stundað hestamennsku frá barnæsku. Ég útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum vorið 2011. Ég hef keppt m.a. á Landsmótum, Norðurlandamóti, Íslandsmótum með góðum árangri, sem hefur kvatt mig mikið áfram. Ég keppti á heimsmeistaramótinu í Sviss sumarið 2009 og var það lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma og alltaf búa að. Núna bý ég í Borgarfirði á Staðarhúsum og rek þar tamningarstöð, en þar er einnig boðið upp á kennslu og fleira.“

Næstu daga munu þau Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og James Faulkner einnig kynna sig en óhætt er að hvetja hestamenn til að fjölmenna á sýnikennsluna á sunnudag og hlusta á hugmyndir þessarra ungu reiðkennara.

Aðgangseyrir er 1000 kr. en frítt er fyrir skuldlausa félaga FT.