fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungir á uppleið: James Faulkner

9. febrúar 2012 kl. 14:58

James Faulkner

Ungir á uppleið: James Faulkner

Eins og áður hefur komið fram mun Félag tamningamanna standa fyrir sýnikennslu fögurra efnilegra reiðkennara  í reiðhöllinni í Herði sunnudaginn nk. James Faulkner er einn þeirra.

„James er útskrifaður tamingarmaður, þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur verið í hestamensku frá blauta barnsbeini og hófst það fyrir norðan hjá honum Baldvini K Baldvinssyni í Torfunesi. Hann hefur starfað síðustu ár á Lækjamóti í Húnavatnssýslu hjá Þórir Ísólfssyni og syni hans Ísólfi Líndal Þórissyni þar sem hann vann við tamningar og þjálfun í nokkur ár og er nú kominn á suðurlandið nánar tiltekið á bæinn Vindhól í Mosfelsdal þar sem hann rekur nú tamningar og þjálfunarstöð.“

Sýnikennsla James, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, Ragnhildar Haraldsdóttur og Lindu Rúnar Pétursdóttur hefst kl. 19.30 á sunnudag 12. febrúar í reiðhöll Harðar við Varmárbakka.

Þessu tengt:
Ungir á uppleið: Rósa Birna
Ungir á uppleið: Linda Rún