miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Unghrossasýning á laugardag

25. janúar 2012 kl. 15:05

Unghrossasýning á laugardag

Folalda- og ungfolasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður í Melaskjóli, Melgerðismelum, laugardaginn 28. janúar nk.

 
"Hrossin verða sköpulagsskoðuð frá kl. 10 og hlaupaæfingar hefjast kl. 13. Eyþór Einarsson mun stýra dómshaldi. Skráningar berist til Þorsteins á Grund um tölvupóst í netfangið theg@isor.is fyrir lok fimmtudagsins 26. janúar. Skrá þarf nafn og fæðingarnúmer hrossa ásamt símfangi umráðamanns," segir í tilkynningu stjórn Náttfara.