mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungfolasýning

4. apríl 2014 kl. 09:35

Lukku-Láki, sonur Lukku frá Stóra-Vatnsskarði og Álfs frá Selfossi, 
tók þátt í ungfolasýningu HS fyrir nokkrum árum

Starfandi kynbótadómarar munu taka út folana

Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður laugardaginn 12. apríl í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar.is og Horse Expo 2014.  Fyrirkomulag ungfolasýningarinnar verður með svipuðu sniði og í áður.  Starfandi kynbótadómarar munu taka út folana bæði fyrir sköpulag og hreyfingu. Rétt til þátttöku eiga folar fæddir árið 2011 og 2012.  Sköpulagsmat hefst kl. 11:30. Dómarar raða efstu fimm folunum í hvorum flokki. Áhorfendur velja síðan álitlegasta folann í hverjum flokki. Efstu dómaravöldu folarnir úr hvorum flokki munu koma fram á stóðhestaveislu Hrossaræktar.is um kvöldið.

Hestarnir verða annaðhvort að vera járnalausir eða járnaðir kynbótajárningu.  Ekki er heimilt að mæta með fola járnaða eingöngu á framfótum.  

Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 6.apríl. Skráningargjald er 3.500 kr fyrir félagsmenn en 4.000 kr fyrir aðra. Skráningargjald greiðist á sýningarstað með reiðufé.  Tekið er við skráningu á sýninguna á netfangið hrafn802tinna@hotmail.com

Félagsmenn og aðrir áhugamenn um hrossarækt eru hvattir til að mæta á þennan árlega viðburð og berja ungar ræktunarstjörnur framtíðar augum.