miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungfolasýning Hrossaræktarfélags A-Landeyja

15. apríl 2013 kl. 12:13

Ungfolasýning Hrossaræktarfélags A-Landeyja

Ungfolasýning Hrossaræktarfélags A-Landeyja fór fram í Skeiðvangi á Hvolsvelli laugardaginn 13. apríl. Guðlaugur V. Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt, stigaði lauslega alls 13 gripi og lýsti kostum og göllum í byggingarlagi auk þess að fara nokkrum orðum um hreyfieðli folanna. Fram komu 8 tveggja vetra folar og 5 þriggja vetra.

  Þessi viðburður er árviss í starfi félagsins og þjónar a.m.k. þríþættum tilgangi; þ.e. að koma saman til skrafs og ráðagerða, berja augum vonarstjörnur framtíðar auk þess að njóta fræðslu og rifja upp helstu matsþætti við byggingardóma.

  Efstu þrír folar í hvorum flokki urðu að þessu sinni:

2 vetra folar

  1. Jóhannes frá Borg IS2011181208 / Dökkjarpur. F: Prati Borg IS2007181206, M: Blika Bakkakoti IS2002284855. Ræktandi: Hestaborg ehf. Eigandi: Hinrik Bragason, Árbakka.
  2. Ketill frá Úlfsey IS2011184530 / Brúnstjörnóttur. F: Þristur Þorlákshöfn IS2001187199, M: Gígja frá Úlfsey IS2007284530. Eig./Ræk.: Kristinn Erlendsson, Úlfsey.
  3. Glaður frá Skíðbakka III IS2011184500 / Jarpur. F: Stormur Leirulæk IS2001136756, M: Gígja Skíðbakka III IS1996284285. Eig./Rækt.: Erlendur Árnason, Skíðbakka III.

3 vetra folar

  1. Jöfur frá Árbæ IS2010186931 / Rauðjarpur. F: Glóðafeykir Halakoti IS2003182454, M: Játning Stóra-Hofi IS1992286002. Eig./Rækt.: Vigdís Þórarinsdóttir og Gunnar A. Jóhanns-son, Árbæ.
  2. Breki frá Þúfu IS2010184554 / Brúnn. F: Stormur Leirulæk IS2001136756, M: Brá Þúfu IS1998284554. Eig./Rækt.: Theodóra Jóna Guðnadóttir, Þúfu.
  3. Ýmir frá Svanavatni IS2010184467 / Brúnnösóttur. F: Auður Lundum IS2002136409, M: Sóldögg Hestheimum IS1999286672. Eig./Rækt.: Halldóra A. Ómarsdóttir og Bjarni R. Ingvarsson, Káratanga.

  Félagsmenn eru ekki á flæðiskeri staddir með fola og hópurinn var að þessu sinni óvenjulega jafn að gæðum. Þá má geta þess að gæðingurinn Trymbill frá Stóra-Ási IS2005135936 verður í girðingu félagsins, fyrra gangmál, á sumri komandi.

  Öllum sem að viðburðinum komu, þátttakendum og áhorfendum, eru færðar bestu þakkir fyrir vel lukkaðan dag!,“ segir í tilkynningu F.h. Hrossaræktarfélags A-Landeyja