fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungfolaskoðun á Fljótsdalshéraði

28. apríl 2015 kl. 09:51

Unghross.

Þorvaldur Kristjánsson heldur fyrirlestur um Ganghæfni íslenskra hrossa - áhrif sköpulags og skeiðgens.

Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, verður á ferðinni á Fljótsdalshéraði þriðjudaginn 5. maí. Boðið verður upp á ungfolaskoðanir þennan dag og tekur Einar Ben Þorsteinsson á móti skráningum í síma 896-5513.

Einnig verður Þorvaldur með eftirfarandi fyrirlestur: Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og skeiðgens.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Gistihúsinu Egilsstöðum og hefst klukkan 20:00 sama dag (5. maí).

Þetta kemur fram í frétt frá RML.