fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undraverð björgun

21. janúar 2015 kl. 14:00

Um 30 sörlafélagar af stað í árlega hestaferð sem félagið stóð fyrir síðastliðið sumar. Tilhlökkunin var mikil í upphafi ferðar mikil og galsi bæði í mönnum og hrossum eins og hér sést.

Mikilvægi þess að þekkja til í skyndihjálp er ómetanlegt.

Um miðjan júlí síðastliðið sumar lögðu um þrjátíu Sörlafélagar af stað í árlega hestaferð sem hestamannafélagið stóð fyrir. Tilhlökkunin var mikil og  galsi bæði í mönnum og hrossum, tæplega 30 manns í hnakk og rúmlega 80 hestar, ferðin lofaði góðu.  Eftir að fyrstu áningu var lokið og hópurinn kominn af stað aftur sér Hafliði Þórðarson ferðafélaga sinn falla af baki og liggja meðvitundarlausan á jörðinni.

Þremur Sörlafélögum, þeim Hafliða Þórðarssyni, Ómari Ívarssyni og Elnu Katrínu Jónsdóttur var veitt gullmerki hestamannafélagsins Sörla fyrir skjót og afgerandi viðbrögð í hestaferð félagsmanna þegar einn úr hópnum fór í hjartastopp. Þar sannaðist að mikilvægi þess að þekkja til í skyndihjálp er ómetanlegt.

Frásögn af atburðinum má nálgast í 1. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.