laugardagur, 20. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undirbúningur í hámarki!

13. febrúar 2015 kl. 21:45

HM 2015

Undirbúningur HM 2015 stendur nú sem hæst. Ísland er að taka þátt í þessu norðlenska samstarfi í fyrsta skiptið og ætlum við ekki að láta okkar eftir liggja!
Allar upplýsingar er hægt að finna á síðu Heimsmeistaramótsins www.vm15.com en einnig er hægt að hafa samband við Andreu Þorvaldsdóttur í síma 8646430. Sérstaklega viljum við hvetja fólk  til að skoða síðu sjálfboðaliðanna.
Sjálfboðaliðar fá frítt inn á svæðið, fatnað merktum HM/VM, fríar máltíðir, frítt hjólhýsa- eða tjaldstæði og að sjálfsögðu frábæra og skemmtilega reynslu fyrir lífstíð. Aldurstakmarkið eru 15 ár og er hver vakt 6 tímar.
Einnig viljum við minna á að Úrval Útsýn og Landssambandi hestamannafélaga eru með samstarf um ferðir á HM 2015. Með því að kaupa ferð styrkir þú Landsliðið í hestaíþróttum.
Ekki láta þig vanta á stærsta viðburð Íslenska hestsins í ár! Segir í tilkynningu frá LH