föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undirboð Hólaskóla

odinn@eidfaxi.is
14. ágúst 2013 kl. 13:41

Margir góðir tamningamenn hafa útskrifast frá Hólaskóla. Mynd/Hólar

Óánægja meðal tamningarmanna með undirboð á tamningu og þjálfun.

Talsverð óánægja er meðal tamningarmanna með þau undir boð sem Hólaskóli er nú að bjóða á þjálfun hrossa. Viðmælandi Eiðfaxa segir ekki boðlegt að ríkisrekin tamningarstöð sé að undirbjóða þjálfun og tamningar á móti tamningarmönnum á almennum markaði. “Er ekki nóg að ríkið sé í samkeppni við hin almenna ræktanda í hrossaræktinni með hrossarækt sem er að engu leiti önnur en almennt gerist” segir fyrnefndur viðmælandi.

Kostanaðurinn við þessa átta vikna þjálfun en 75.000 kr og ber ekki virðisaukaskatt, en algengt verð fyrir tamningu og þjálfun er um 50-60.000 + vsk sem gerir 125.500 – 150.600kr með skatti.

Telja margir tamningarmenn erfitt að keppa við ríkisstyrkt fyrirtæki sem býður hesteigendum allt að helmingi lægra þjálfunargjald, nú þegar svo hart er á dalnum. Ekki er óeðlilegt að hesteigendur reyni að lágmarka kostnað sinn við þjálfun hrossa sinna en er rétt að gera það með undirboðum Hólaskóla?