þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undir áhrifum Kröflu

27. apríl 2014 kl. 13:22

Gerðarleg afkvæmi Svaka frá Miðsitju. Sigurður V. Matthíasson á Vili frá Vindhóli, Sigrún Helga Sigurðardóttir á Sigurrós frá Vindhóli, Ásta Lilja Sigurðardóttir situr Svaka frá Miðsitju og Ragnar Bragi Sveinsson á Sölku frá Vindhóli.

Hrossaræktendur í Mosfellsbæ teknir tali.

Anna Bára Ólafsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson rækta hross í nafni Vindhóls í Mosfellsdal en þar hafa þau byggt upp glæsilega aðstöðu og bjóða upp á þjónustu fyrir hestamenn á öllum aldri, reka bæði reiðskóla og taka að sér ungfola í innifóðrun. Ræktunin er smá í sniðum, þaðan koma 2-3 folöld á ári og ræktunarhryssurnar eru Blíða, dóttir hennar Freyja og dóttir Freyju, Nótt. Þær hafa allar hlotið góða kynbótadóma en stefnt er á að sýna Nótt aftur í vor.

„Okkar ræktun byggir á að ná fram fram fallegum, loftháum hrossum, rúmum með góð gangskil. Það er grundvallaratriðið að þau séu auðtamin," segir Anna Bára.

Viðtal við Önnu Báru og fleiri hrossaræktendur í Mosfellsbæ má nálgast í 4. tbl. Eiðfaxa - Stóðhestablaðinu. Hægt er að gerast áskriftandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is