sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undarleg ákvörðun

odinn@eidfaxi.is
2. nóvember 2014 kl. 08:08

Talsverð óánægja með þá frestun sem auglýst var.

Í samtölum hestamanna undanfarna daga hefur talsvert verið rætt um þá ákvörðun Landssambands hestamannafélaga (LH) að fresta uppskeruhátíð hestamanna um óákveðin tíma.

Í fréttatilkinningu þann 27.október sl. segir: "Í ljósi aðstæðna hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta uppskeruhátíðinni sem halda átti 8. nóvember næstkomandi um óákveðin tíma."

Þykir mörgum illskiljanlegt hvert samhengi uppskeruhátíðar og afsagnar stjórnar LH er og að auðveldlega hefði verið hægt að halda áður auglýstri dagsetningu þó svo að eftir væri að kjósa nýja stjórn.

Hestamaður sem rætt var við sagði að rétt hefði verið að halda landsþinginu áfram eins og auglýst var, kjósa þar nýja stjórn, slíðra sverðin, hugsa til framtíðar og halda upp á nýtt upphaf á uppskeruhátíð að kvöldi 8.nóvember eins og áætlað var.

Í margra huga er uppskeruhátíðin einn af hápunktum ársins og finnst mörgum mikill missir ef ekki verður af henni í ár.