mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undanfari kominn á markað

28. september 2012 kl. 21:36

Undanfari kominn á markað

Nú geta hestamenn hrósað happi, því að  á markaðinn er komin ákaflega vel hannaður tamningamaður. Hann er þeim kostum gæddur að sitja vel á baki, verður aldrei hræddur og getur þyngt sig og létt eftir þörfum.  Ekki þarf að hafa áhyggjur af meiðslum þar sem hann er gerður úr gerviefnum.

Undanfari er frábær aðstoðarmaður við  frumtamningar þar sem að slysahætta minnkar verulega.   Hann passar í alla hnakka og hægt er að stilla hann á ýmsa vegu. Hann helst vel á baki, með góðan fjöðrunarbúnað og fylgir hreyfingum hestsins vel.  Hesturinn venst því auðveldlega að bera þyngd og að hafa knapa á baki.  Hægt er að festa hann á með eða án fótleggja.  Anton Páll Níelsson og Inga María S. Jónínudóttir, tamningamenn á Feti urðu sér út um einn slíkan eftir ábendingu frá Eyjólfi Ísólfssyni reiðkennara. Þau hafa notast við tamningarmanninn góða í frumtamningunum í haust og notað hann á yfir 40 trippi.  Mikil ánægja er með kappann sem stendur sig eins og hetja.  

“Þetta er bara afar góð leið, og einn liðurinn enn til að undirbúa hestinn fyrir knapann, þetta gerir það að verkum að hesturinn verður ekki hræddur þegar knapinn kemur á bak og minnkar þar með hættuna á að eithvað fari úrskeiðis í byrjun, en flest  slys orsakast af hræðsluviðbrögðum hestsins,” segir Anton Páll Níelsson tamningarmaður og þjálfari á Feti.