fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Umspil fyrir mótaröðina

29. júlí 2014 kl. 13:49

Árni Björn sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni 2014.

Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir.

Laust er til umsóknar fyrir keppnislið að sækja um að komast í umspil um þátttökurétt fyrir keppnisárið 2015 við það keppnislið sem var með lægsta heildarskorið í mótaröð MD sem lauk 4.apríl s.l

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að sækja um að koma með keppnislið verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

  •       Fjórir knapar í liði
  •       Tilnefningar til knapaverðlauna sl. tvö ár
  •       Verða að vera með skráðan árangur á World Ranking lista

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

  • Tölt T1
  • Fjórgang
  • Fimmgang

Það er eingöngu forkeppi  sú einkunn gildir, enginn úrslit riðin. Þrír knapar keppa fyrir hvert lið sem sækja um þátttöku. Umsóknafrestur er til 20.ágúst n.k , umspilið verður fimmtudaginn 28.ágúst  kl: 16.00 á félagssvæði Fáks Víðidal. Allar umsóknir sendist á netfangið info@meistaradeild.is nánari upplýsingar veitir Kristinn Skúlason í síma 822-7009.